311 Borgarnes
Jörðin Giljahlíð í Flókadal, Borgarbyggð. jörðin er ca. 35 km. frá Borgarnesi.
Bærinn stendur neðan þjóðvegar en á land bæði ofan og neðan hans. Tún jarðarinnar eru neðan þjóðvegar en ofan vegar er háls þar sem skiptast á melar og mýrar .
Ekki kemur fram í fasteignamati hversu stór jörðin er enhún er ca. 300 ha. að stærð. Samkvæmt fasteignamati er ræktað land jarðarinnar 24 ha. en er að sögn eigenda rúmlega 18 ha. að stærð.Engin hlunnindi eru á jörðinni önnur en smávægileg silungsveiði.
Jörðin er afgirt en endurnýja þyrfti girðingu á ca. 1. km. kafla. Land jarðarinnar er að sögn eigenda gróið að ca. 2/3 hlutum.
Hús eru kynt með rafmagni.
Vatnsból jarðarinnar var endurnýjað fyrir nokkrum árum.
Samkvæmt fasteignamati eru eftirtalin mannvirki á jörðinni:
byggingarár | stærð | |
Einbýli | 1964 | 121,4 |
Fjós | 1961 | 77,5 |
Fjárhús | 1960 | 177 |
Hesthús | 1961 | 41 |
Hlaða | 1959 | 148 |
Votheysturn | 1962 | 12,6 |
Fjós með áburðarkj. | 1975 | 170 |
Véla og verkfærageymsla | 2003 | 308 |
Samtals | 1055,5 |
{{type.name}}
{{type.distance | portalLocalityDistance}} , {{type.travelTime}}