328 fm. steinsteypt hús á þremur hæðum byggt árið 1964. Í húsinu eru tvær íbúðir.
Annarsvegar er um að ræða íbúð sem er á tveimur efri hæðum hússins. Samkvæmt fasteignaskrá er íbúðin 204,5 fm. að stærð og henni tilheyrir 27,8 fm. bílskúr á jarðhæð.
Neðri hæð íbúðarinnar skiptist í forstofu, hol, eldhús, samliggjandi stofu og eldhús, eitt svefnherbergi og baðherbergi.
Efri hæð skiptiast í hol, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Út af holunu eru svalir sem eru ca. 40 fm.
Góðar innréttingar eru í íbúðinni og hefur hún að mestu leyti verið endurnýjuð að innan. Á gólfum eru flísar og parket. Gólfhiti er á neðri hæð íbúðarinnar.
Á jarðhæð hússins er 96 fm. íbúð sem skiptist í forstofu, geymslu baðherbergi, hol/stofu, eldhús og þrjú svefnherbergi. Ágætar innréttingar eru í eldhúsi og baðherbergi og á gólfum eru flísar og parket. Íbúðin hefur á undanförnum árum verið nýtt undir ferðaþjónustu og hentar hún vel til þess. Allar búnaður sem í íbúðinni er og tilheyrir ferðaþjónustunni fylgir með.
Bílastæði fyrir 4 til 6 bíla er neðan við húsið og er það nýmalbikað.
Þrjár hliðar hússins voru klæddar með álklæðningu árið 2012. Þá er nýbúið að endurnýja klæðningu á þaki hússins. Nýjir gluggar eru á jarðhæð hússins en yfirfara þyrfti glugga og gler á efri hæðum. Ný skólplögn er frá húsinu.
Húsið er staðsett við aðalgötu bæjarins og frá því er gott útsýni til sjávar.
Húsið býður upp á mikla möguleika. Án mikilla breytinga mætti t.d. hafa í því gistiheimili með 8 herbergjum. Þá er möguleiki á að hafa í því fleiri herbergi. Ef neðri hæð yrði tekin úr rekstri lækka fasteignagjöld um ca. kr. 215.000,- miðað við álagningu 2018.