Strandveiðibáturinn Sómi SH-163, skipaskr.nr. 6884.
Báturinn er af gerðinni Sómi 700 og var smíðaður árið 1983. Báturinn er 4,8 brúttórúmlestir og 3,93 brúttótonn Lengd bátsins er 7,09 metrar.
Báturinn er mikið endurnýjaður, hefur notið góðs viðhalds og er í góðu standi.
Vél bátsins er 230 ha. Yanmar árg. 1997 og var hún að miklu leyti tekin upp árið 2017. Nýtt Yanmar hældrif er á bátnum (2018).
Í bátnum er dýptarmælir, GPS tæki og vakttæki. Þá fylgja 3 sænskar tölvurúllur bátnum.