Naustabúð 8, 360 Snæfellsbær
24.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
7 herb.
181 m2
24.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1969
Brunabótamat
54.050.000
Fasteignamat
24.000.000

181,7 fm. steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr.

Efri hæð hússins er skv. fasteignamati 113,7 fm. að stærð og skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Flísar eru á forstofu,  borðstofu, eldhúsi og baðherbergi en parket á stofu, holi og herbergjum.

Ágæt innrétting er í eldhúsi og innréttingar, tæki og flísar á baðherbergi eru nýleg. Þar sem áður var þvottahús á efri hæð er nú stigi niður á neðri hæð.

Íbúðarhluti neðri hæðar er samkvæmt fasteignamati 41,7 fm. að stærð. Neðri hæð skiptist í forstofu,  hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, kyndiklefa og þvottaaðstöðu. Parket er á herbergjum á neðri hæð en flísar á forstofu og þar sem þvottaaðstaða er.

Úr holi á neðri hæð er gengið inn í bílskúr sem skv. fasteignamati er 26,5 fm. að stærð.

Húsið er kynt með rafmagni.

Eignin þarfnast talsverðs viðhalds/viðgerða.  M.a. eru steyptar tröppur að utanverðu í lélegu ástandi, tréverk þarfnast lagfæringar/málningar. Rakaummerki eru í einhverjum veggjum, múrskemmdir í vegg í einu herbergi. Móða er á nokkrum glerjum og lok vantar á nokkra tengl. 

Gólfefni í íbúð er orðið lélegt á nokkrum stöðum  og  sumir  gólflistar lausir. Bílskúr og hitakompa eru ófráengin og þar eru  engin gólfefni og  einangrun og múr vantar  í kringum glugga.
 
Yfirfara þarf rafmagnstöflu og raflagnir og ofna- og neysluvatnslagnir. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.
 
Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eign og þekkir því ekki ástand hennar. Getur seljandi því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi bendir því væntanlegum kaupendum á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að þeir leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.