Húseignin Skúlagata 4, Stykkishólmi. Húsið er steinsteypt á þremur hæðum byggt árið 1952 og er gólfflötur þess samtals um 390 fm. auk 28,8 fm. bílskúrs og 21,1 fm. geymslu.
Húsið er skráð sem tvær eignir, annarsvegar íbúð í risi sem er 111 fm. auk 21,1 fm. geymslu og hinsvegar íbúð á 1. og 2. hæð sem er samtals 223 fm. auk 28,8 fm. bílskúrs.
Á undanförnum árum hefur verið rekin heimagisting á efstu og neðstu hæð hússins í samtals 7 herbergjum og hefur rekstur hennar gengið vel. Góður möguleiki er á að fjölga herbergjum og auka tekjur. Þá er einnig auðvelt að hafa þrjár íbúðir í húsinu.
1. hæð skiptist í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, salerni, þvottahús, herbergi þar sem er saunaklefi og sturta og stóra geymslu.. Flísar eru á baðherbergi og saunaherbergi og parket er á holi og herbergjum. Úr holi er stigi upp á miðhæð hússins. Lagnir eru fyrir eldhúsi á 1. hæð. 1. hæð er skráð 92 fm. en er ca. 130 fm.
2. hæð skiptist í forstofu, hol, tvær samliggjandi stofur, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/baðherbergi. Úr stofu er gengið út á nýlegan sólpall sem er sunnan við húsið. Flísar eru forstofu, holi, baðherbergi, þvottahúsi, einu herbergi og stofum. Parket er á tveimur herbergjum og dúkur á eldhúsi. Innréttngar í eldhúsi, á baði og þvottahúsi eru nýlegar. 2. hæð er 131 fm.
3. hæð (ris) skiptist í forstofu, þvottahús/baðherbergi, hol, þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Flísar eru á forstofu, stofu, baðherbergjum og þvottahúsi, korkflísar á eldhúsi og parket á öðrum gólfum. Efsta hæð er skráð 111 fm. en gólfflötur er ca, 130 fm.
Bílskúr er einagraður, upphitaður og á honum er sjálfvirk hurð.
Ekki er innangegnt á milli 2 hæðar og íbúðar í risi en möguleiki er á að opna á milli hæða.
Að utan er húsið klætt með stálklæðningu. Húsið lítur vel út og hefur notið góðs viðhalds.
Góðir sólpallar eru í garði og þar er heitur pottur. Lóð er frágengin og er steypt bílastæði framan við húsið.
Það athugist að fasteignagjöld miðast við að rekin sé heimagisting í hluta hússins.
Rekstur heimagistingar og allur búnaður henni tengdur getur fylgt.