Sundabakki 13, 340 Stykkishólmur
58.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
7 herb.
263 m2
58.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1974
Brunabótamat
70.950.000
Fasteignamat
44.300.000

231,4 fm. steinsteypt einbýlishús upphaflega byggt árið 1974. Byggt var við húsið árið 1982 og ca. 32 fm. bílskúr árið 1983. 

Efri hæð skiptist í forstofu, hol, eldhús, fjögur svefnherbergi, tvö  baðherbergi, tvær samliggjandi stofur og þvottahús.  

Úr stofu er gengið um hringstiga niður á neðri hæð og þar er eitt herbergi og baðherbergi. Útihurð er á herberginu. 

Flísar eru á forstofu, þvottahúsi og tveimur  baðherbergjum, dúkur á einu, korkflísar á eldhúsi og parket á öðrum gólfum. 

Góð upphafleg innrétting er í eldhúsi en innréttingar á baðherbergjum og svefnherbergjum  hafa verið endurnýjaðar. Þá er góð innrétting í þvottahúsi.  Arinn er í stofu.

Bílskúr er upphitaður og í enda hans er geymsla. 

Lóð hússins er stór (1.072 fm)  og er hún frágengin. Bílastæði er malbikað og steypt stétt er við útidyr. Í garði sem er gróinn eru þrír sólpallar og lítill geymsluskúr. 

Mikið og fallegt útsýni er frá húsinu 

Nýlegt járn er á þaki og bílskúr er nýlega klæddur að utan.  Þá eru lausafög nýlega endurnýjuð. 

Húsið sem býður upp á ýmsa möguleika  ber með sér að vandað hafi verið til þessi í upphafi og að það hafi notið góðs viðhalds. 

 

 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.