Húsegnin Höfðagata 11, Stykkishólmi.
Í húsinu eru tvær íbúðir og í því hefur verið rekin heimagisting.
Stærri íbúðin sem er 144,8 fm. skiptist í hol, fimm svefnherbergi, stofu, eldhús, og þrjú baðherbergi. Þvottahúsi hefur verið breytt í herbergi og á því er hurð út.
Parket er á holi, herbergjum og stofu, flísar á eldhúsi en slípaður steinn á baðherbergjum. Ágætar innréttingar eru í íbúðinni.
Bílskúr sem er 26,1 fm. hefur verið breytt í íbúð sem skiptist í samliggjandi eldhús og stofu, baðherbergi og svefnherbergi. parket er á eldhúsi,stofu og herbergi en slípaður steinn á baðherbergi. Góðar inréttingar eru í íbúðinni.
Lóð hússins er frágengin. Skemmtilegt útsýni er frá húsinu.
Húsið er staðsett miðsvæðis í bænum og er í göngufæri við allar helstu þjónustustofnanir svo sem skóla, sundlaug og verslun.