129,5 fm. steinsteypt einbýlishús byggt árið 1963.
Húsið skiptist í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu, sólstofu og tvö baðherbergi. Annað baðherbergjanna er jafnframt þvottahús og innaf sólstofu er geymsla.
Flísar eru á forstofu, öðru baðherbergjanna og sólstofu en parket á öðrum gólfum.
Ágætar gamlar innréttingar eru í húsinu en nýlegar innréttingar eru á öðru baðherbergjanna.
Úr af sólstofu er yfirbyggð verönd.
Að utan er húsið klætt með stálklæðningu. Lóð er frágengin.
Allir gluggar hússins hafa verið yfirfarnir.
Einnig kemur til greina kemur til