138,5 fm einbýlishús á einni hæð byggt árið 1974 ásamt 44,3 fm. bílskúr byggðum árið 1976.
Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, þvottahús, fataherbergi og geymslu.
Flísar eru á forstofu, eldhúsi og baðherbergi en parket á öðrum gólfum. Parket á stofu tveimur herbergjum og fataherbergjum er nýlegt.
Ágætar innréttingar eru í húsinu, Nýleg innrétting er í eldhúsi og ný innrétting og tæki eru á baðherbergi. Gólfhiti er í baðherbergi.
Húsið var stækkað fyrir nokkrum árum og var það þá klætt að utan með kanexelklæðningu og skipt um járn á þaki. Þá voru vatns- og frárennslislagnir einnig endurnýjaðar. Þá eru gluggar í þremur herbergjum nýlegir.
Bílskúr þarfnast nokkurs viðhalds en hann er einangraður og með rafmagni.
Góður pallur er í garði og lóð er gróin. Nýleg hellulögð stétt er framan við húsið.