Ólafsbraut 34, 355 Snæfellsbær
8.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
2 herb.
75 m2
8.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1961
Brunabótamat
21.500.000
Fasteignamat
9.630.000

65,7 fm. íbúð á efri hæð í steinsteyptu húsi byggðu árið 1961.

Íbúðin sem er með sérinngangi skiptist í forstofu, samliggjandi stofu og eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. 

Þá fylgir íbúðinni 10,2 fm. geymsla í sér húsi. 

Flísar eru á forstofu og baðherbergi en parket á öðrum gólfum. 

Íbúðin er staðsett miðsvæðis í Ólafsvík og býður upp á ýmsa möguleika.  

Húsið þarfnast sprunguviðgerðar að utan, stór sprunga á útvegg sem vatn kemst inn um. Vatnsbretti undir gluggum er orðin laus. Þakjárn og þakkantur þarfnast viðhalds. Miklar rakaskemmdir eru  í útveggjum.

Stíflað ræsi í stétt við hlið hússins hefur valdið verulegum rakaskemmdum inn í eigninni. Þakrennur ganga beint niður í gagnstétt fyrir framan húsið , þau niðurföll eru einnig stífluð.

Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eign og þekkir því ekki ástand hennar. Getur seljandi því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína. Seljandi mælir sérstaklega með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.