113,6 fm. einbýlishús byggt úr timbri árið 1978.
Húsið skiptist í forstofu, geymslu, samliggjandi stofu og eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Flísar eru á forstofu, geymslu, baðherbergi og þvottahúsi en nýtt parket á öðrum gólfum.
Ágætar innréttingar eru húsinu.
Nýjar raflagnir eru í eldhúsi. Nýjar dósir og tenglar eru í húsinu.
Húsið verður afhent með nýjum þakkanti og flasningum í kringum glugga.
Lóð er gróin og í garði er sólpallur og er gengið út á hann úr stofu.