Mikið uppgert 209 fm einbýlishús á tveimur hæðum með þremur íbúðum. Húsið skiptist í efri hæð sem er skráð 159,2 fm þ.m.t. 28,8 fm bílskúr og 16,8 geymsla sem eru á neðri hæð. Búið er að breyta geymslunni og bílskúrnum í leiguíbúð. Önnur íbúð er á neðri hæð sem er skráð 49,8 fm. og er með sér fasteignanúmer.
Íbúð á efri hæð skiptist í forstofu, stofu, eldhús, gang, þvottaherbergi, geymslu, 4 svefnherbergi og baðherbergi.
Íbúð á neðri hæð skiptist í stofu, eldhús, 1 svefnherbergi og baðherbergi.
Auka íbúð á neðri hæð, ósamþykkt íbúð sem skiptust í stofu, eldhús, 1 svefnherbergi og baðherbergi.
Nánari lýsing efri hæðar: Skipt var um rafmagn, einangrun, loftplötur og gólfefni á allri íbúðinni 2018.
Forstofa: Gólfflísar og fataskápur.
Stofa: Sjónvarpshol og borðstofa með stórum gluggum sem snúa út í garð. Útihurð út í garð.
Eldhús: Skipt var um bakaraofn 2018 og vatnslagnir 2019.
Þvottaherbergi: Með innréttingu.
Herbergi og gangur: Með góðum skápum sem voru keyptir 2018.
Baðherbergi: Gert upp og skipt um vatnslagnir 2018. Gólf, klósettkassi og sturta flísalögð með hita í gólfum.
Nánari lýsing neðri hæðar : Baðherbergi: Gert upp með nýju klósetti, sturtu, innréttingu og blöndunartækjum árið 2018. Pláss og innstunga fyrir litla þvottavél.
Eldhús: Máluð innrétting og skipt um bakaraofn, helluborð, uppþvottavél og vatnslagnir 2018. Vifta sett upp til að auka loftgæði.
Svefnherbergi: Með góðum fataskáp.
Nánari lýsing auka íbúðar á neðri hæð: Búið að breyta bílskúr í eldhús og stofu en þaðan er gengið inn í svefnherbergi með litlum innbyggðum fataskáp sem áður var geymsla. Auðvelt er að breyta þessu rými aftur í sitt upprunalega horf.
Baðherbergi er innangengt út frá sameign á neðri hæð. Verið er að gera baðherbergið upp með nýju klósetti, walk-in sturtu, innréttingu og blöndunartækjum
Skipt var um þak árið 2005.