113 fm. íbúð í steinsteyptu raðhúsi byggðu árið 1980 ásamt 33 fm. sambyggðum bílskúr.
Um er að ræða endaíbúð í þriggja íbúða raðhúsi og skiptist hún í forstofu, hol, gang, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús
Flísar eru á forstofu og baðherbergi, parket á holi, eldhúsi og en dúkur á herbergjum.
Ágætar innréttingar eru í eldhúsi og baðherbergi og skápar eru í tveimur herbergjum.
Ekki er innangegnt í bílskúr en möguleiki er á að opna á milli hans og íbúðar.
Bílskúr er upphitaður og á honum er hurð út í garð.
Góður sólpallur er í garði og er gengið út á hann bæði úr stofu og hjónaherbergi.
Lóð er gróin og er afmörkuð með stórum steinum. Ekki er bundið slitlag á bílastæði.
Farið er að sjá á þaki og þá þarfnast gluggar viðhalds.
Íbúðin er í göngufæri við alla þjónustu svo sem sundlaug og verslanir. (ca. 500 m.)