46 fm. sumarbústaður byggður árið 2000 sem stendur á 1 ha. eignarlóð úr landi Jarðlangsstaða í Borgarbyggð. Húsið er staðsett ca. 5 km. frá þjóðvegi og ca. 11 km. vestan við Borgarnes.
Húsið, sem byggt er á súlum, skiptist í forstofu, samliggjandi stofu og eldhús, tvö svefnherbergi, klósett og svefnloft. Þá er geymsla í viðbyggingu og lítið gróðurhús á lóð.
Ágætar innréttingar eru í húsinu og plastparket á gólfum. Góður sólpallur er við húsið.
Vatn er tekið úr borholu en einnig er möguleiki á að tengjast vatnsveitu sem er á svæðinu. Húsið er hitað með rafmagni en ekki eru raflagnir í húsinu nema fyrir ofna.
Lóð er afgirt og skógi vaxinn.
Möguleiki er á að byggja annað hús á lóðinni.
Búnaður sem er í húsinu getur fylgt skv. nánara samkomulagi.