Til sölu er rekstur félagsins Dekk og smur ehf. í Stykkishólmi ásamt fasteignum, vélum og tækjum.
Rekstur félagsins er tvíþættur, annarsvegar bifreiðaverkstæði og hinsvegar dekkja- og smurþjónusta.
Félagið á tvær samliggjandi fasteignir og er bifreiðaverkstæðið í öðru og dekkja- og smurþjónustan í hinu.
Bifreiðaverkstæðið er starfrækt að Nesvegi 3 sem er 120 fm. steinsteypt hús byggt árið 1949.
Dekkja- og smurþjónustan er starfrækt að Nesvegi 5 sem er 146,5 fm. steinsteypt hús einnig byggt árið 1949.
Innangengt er á milli húsanna en auðvelt er að loka á milli þeirra.
Húsin eru í góðu ástandi og þeim tilheyra stórar lóðir.
Eignirnar eru vel staðsettar í bænum.
Bæði verkstæðin er vel tækjum búin og hefur starfsemin verið rekin með hagnaði undanfarin ár.
Til greina kemur að selja reksturinn og húsin í tvennu lagi þ.e. annarsvegar bifreiðaverkstæðið og hinsvegar dekkja- og smurþjónustuna.
Nánari upplýsingar er veittar á skrifstofu.