178,8 fm. einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 26 fm. bílskúr byggt árið 1954. Á lóð hússins eru að auki nýlegt 15 fm. gestahús og ca. 8 fm. geymsluskúr. Þá er lokað rými undir svölum ca. 20 fm. sem ekki er í fasteignamati. Samtals er eignin því ca. 248 fm. að stærð.
Neðri hæð skiptist í forstofu, hol, tvö baðherbergi, eitt svefnherbergi, eldhús, búr, þvottahús, stofu og sólstofu. Sólstofu hefur verið breytt í svefnherbergi og er annað baðherbergið inn af henni. Í þvottahúsi er sturta og út af því er yfirbyggt og lokað rými undir svölum þaðan sem innangegnt er í bílskúr. Bílskúr hefur verið breytt í svefnherbergi og geymslu.
Efri hæð skiptist í hol, baðherbergi og fjögur svefnherbergi.
Í húsinu eru góðar nýlegar innréttingar. Á gólfum eru parket og flísar.
Gestahús er með salerni og lítilli eldhúsinnréttingu.
Í garði er heitur pottur.
Lóð er frágengin og er nýleg hellulögn við húsið.
Húsinu hefur verið vel við haldið og er í góðu ástandi.
Mjög gott útsýni er frá húsinu sem stendur á einum hæsta stað í bænum.
Í húsinu hefur verið rekin ferðaþjónusta og fylgir allur búnaður sem tilheyrir rekstrinum.
https://www.booking.com/hotel/is/hofdi.is.html?aid=318615;label=New_Icelandic_IS_19114765105-0SkvraE7YJosCrHO_Xx9wAS217247227575%3Apl%3Ata%3Ap1%3Ap2%3Aac%3Aap%3Aneg;sid=899b4b03ca3b8f98832edd227815ca27;dest_id=-2653925;dest_type=city;dist=0;group_adults=2;group_children=0;hapos=1;hpos=1;no_rooms=1;room1=A%2CA;sb_price_type=total;sr_order=popularity;srepoch=1626190016;srpvid=f6266c9fe5ef0228;type=total;ucfs=1hotelTm