Borgarbraut 10, 350 Grundarfjörður
34.000.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
4 herb.
138 m2
34.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1966
Brunabótamat
54.660.000
Fasteignamat
24.400.000

112,5 fm. íbúð í steinsteyptu parhúsi byggðu árið 1966 ásamt 25,5 fm. bílskúr byggðum árið 1972.

Íbúðin skiptist í fordyri, forstofu, hol, eldhús, stofu,  baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús og geymslu.

Flísar eru á fordyri, forstofu, baðherbergi og þvottahúsi. Parket er á holi, stofu, eldhúsi og herbergjum en dúkur á geymslu.

Upphafleg innrétting er í eldhúsi. Góð innrétting er á baðherbergi og skápar eru í herbergjum og forstofu.

Gluggar á framhlið og á baðherbergi hafa verið endurnýjaðir. Þá hefur þak einu sinni verið  endurnýjað frá byggingu hússins.

Bílskúr er með sjálfvirkri hurð. Í honum er nýtt gólf og nýtt þak.  

Lóð er frágengin. Steypt bílastæði og stétt er framan við húsið.  Sameiginlegur útgangur er á bakhlið og þar er sameiginlegur sólpallur.  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.