72, 3 fm íbúð á efri hæð í steinsteyptu fjölbýlishúsi byggðu árið 1978.
Íbúðin sem er 66,3 fm. og skiptist í samliggjandi stofu og eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi og 6 fm. geymsla er í kjallara.
Húsið var að miklu leyti endurnýjað árið 2017 og var íbúðin þá útbúin en hún var áður hluti af stærri íbúð. Eru gluggar, lagnir, innréttingar og gólfefni frá þeim tíma. Nýr gluggi er í stofu.
Íbúðin er með sér inngangi um stiga á gafli hússins.. Parket er á stofu, eldhúsi og herbergjum og flísar á baðherbergi. Ágætar innréttingar eru í íbúðinni.
Lóð er frágengin og eru bílastæði steypt. Skemmtilegt útsýni er frá íbúðinni.