88 fm. íbúð á neðri hæð í steinsteyptu fjórbýlishúsi byggðu árið 1996.
Íbúðin er með sérinngangi og skiptist í forstofu, samliggjandi stofu og eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Þvottaaðstaða er á baðherbergi.
Flísar eru á forstofu og baðherbergi, parket á stofu og eldhúsi en dúkur á herbergjum.
Góðar innréttingar eru í íbúðinni.
Baðherbergi var allt endurnýjað 2022. Voru þá settar nýjar flisar á gólf og veggi og skipt um tæki og innréttingar. (Flísar fra Vídd, tæki frá Tengi og innréttingar frá Ikea).
Út af stofu er steypt stétt og er gengið út á hana úr stofuu.
Lóð er frágengin. Malbikað bílastæði er framan við húsið og steyptar stéttar.