83,5 fm. endaíbúð í steinsteyptu raðhúsi byggðu árið 1983.
Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og þvottahús.
Flísar eru á forstofu og baðherbergi en parket á herbergjum stofu og eldhúsi.
Ágætar innréttingar eru í íbúðinni og skápar eru í herbergjum og forstofu.
Sólpallur er út af stofu.
Þak var endurnýjað árið 2016.
Íbúðin er nýmáluð. (janúar 2023).