114,9 fm. íbúð á efri hæð í steinsteyptu tvíbýlishúsi byggðu árið 1956 ásamt 29,3 fm. bílskúr.
Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stóra stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Úr eldhúsi er stigi niður á neðri hæð en þar eru geymslur og þvottahús. Útihurð er á neðri hæð.
Flísar eru á forstofu, holi, eldhúsi og baðherbergi en parket á stofu og herbergjum.
Svalir eru út af stofu og hjónaherbergi.
Gamlar innréttingar eru í íbúðinni sem þarfnast orðið nokkurs viðhalds.
Húsið stendur hátt og er mjög gott útsýni til suðurs og vesturs.
Þrjár hliðar hússins eru klæddar með steniklæðningu.
Unnið er að gerð nýrrar eignaskiptayfirlýsingar fyrir húsið en samkvæmt henni verður engin sameign innandyra. Skráð stærð íbúðarinnar og eignahlutföll munu þá breytast lítillega.