131,7 fm. hús á tveimur hæðum og með tveimur íbúðum byggt árið 1941. Neðri hæð hússins er steypt og sú efri er úr timbri.
Neðri hæð skiptist í forstofu, samliggjandi hol og eldhús, stofu, baðherbergi og þvottahús.
Efri hæð skiptist í forstofu, hol, stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og búr.
Á gólfum eru flísar og parket og góðar innréttingar eru í húsinu.
Húsið var að miklu leyti endurnýjað að innan og utan árið 2016. Var þá að sögn eigenda skipt um öll gólfefni, allar innréttingar, skipt um glugga, loft tekin upp á efri hæð og efri hæð klædd að utan með bárujárni. Þá var einnig hljóðeinangrun milli hæða bætt. Múr á neðri hæð var endurnýjaður árið 2017. Þak var málað árið 2017 og var þá í góðu lagi.
Lóð er gróin og á henni nýlegt hellulagt bílastæði fyrir þrjá til fjóra bíla.
Báðar íbúðirnar eru í útleigu. Leigutekjur eru um kr. 300.000,- á mánuði.
Eignin lítur vel út bæði að innan og utan.