109,6 fm. steinsteypt einbýlishús byggt árið 1974 ásamt 55,3 fm. steinsteyptum bílskúr byggðum árið 1986.
Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, gang, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og þvottahús.
Nýleg innrétting er í eldhúsi. Húsið þarfnast nokkurra endurbóta að innan og þyrfti m.a. að endurnýja gólfefni.
Útihurð er á þvottahúsi.
Bílskúr er óeinangraður en í honum er vatn og rafmagn. Sjálfvirk hurð er á bílskúrnum.
Að utan er húsið klætt með steniklæðningu.
Vakin er athygli á því að umboðsmaður seljandi þekkir ekki viðhaldssögu eignarinnar eða ástand. Rakaskemmdir þarfnast nánari skoðunar. Eignin selst í því ástandi sem hún er við skoðun og leggur seljandi ríka áherslu á að sérstakrar árvekni sé gætt við skoðun og úttekt á eigninni