106,7 fm. einbýlishús byggt árið 1916. Kjallari er steyptur en efri hæð er úr timbri.
Húsið heitir Sólheimar og er eitt af elstu húsunum á Hellissandi.
Húsið er á tveimur hæðum. Á efri hæð sem er 80,3 fm. er íbúð sem skiptist í forstofu, gang, stofu, þrjú svefnherbergi, eldhús og baðherbergi.
Flísar eru á forstofu og baðherbergi en parket á öðrum gólfum. Ágæt nýleg innrétting er í eldhúsi.
Í kjallara sem er 26,4 fm. eru geymslur.
Að utan er húsið klætt álklæðningu og bárujárni.
Nýlegum gólfefni eru á hluta hússins og gólfhiti er í forstofu. Búið er að endurnýja flesta glugga hússins og húsinu er nýlegt þak. Húsið þarfnast nokkura endurbóta í viðbót.
Húsið er skemmtilega staðsett og frá því er skemmtilegt útsýni til sjávar.
Húsið er upplagt sem orlofshús eða til að nýta í ferðaþjónustu.
Seljandi skoðar öll tilboð.