113,6 fm. einbýlishús byggt árið 1971 ásamt 42,9 fm. bílskúr byggðum árið 2019.
Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Flísar eru á eldhúsi og baðherbergi en parket á stofu, holi og herbergjum. Gólfefni vantar á forstofu.
Upprunaleg innrétting er í eldhúsi en innrétting á baðherbergi hefur verið endurnýjuð.
Úr þvottahúsi er hurð út á baklóð.
Bílskúr er upphitaður og í honum er þriggja fasa rafmagn. Sjálfvirk hurð er á bílskúrnum.
Að utan er húsið klætt með timbri og bárujárni.
Nýleg rafmagnstafla er í húsinu.
Búið er að skipta um jarðveg aftan við húsið vegna sólpalls. Þá eru gert ráð fyrir tengingu við heitan pott úr bílskúr.
Hellulögð stétt er framan við húsið.