159,4 fm. einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 38 fm. bílskúr byggt árið 1987.
Neðri hæð skiptist í forstofu, forstofuherbergi, gestasnyrtingu, eldhús, stofu og þvottahús. Útihurð er á forstofu. Flísar eru á forstofu, gestasnyrtingu, eldhúsi og þvottahúsi en parket á herbergi og stofu. Góðar innréttingar eru er í eldhús, baðherbergi og þvottahúsi og skápar eru í forstofu og herbergi. Út af stofu er góður sólpallur. Gólfhiti er í eldhúsi.
Úr holi er gengið upp á efri hæð sem skiptist í hol, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Parket er á holi og herbergjum en dúkflísar á baðherbergi. Góðar innréttingar eru á baðherbergi og skápar eru í öllum herbergjum.
Bílskúr er með sjálfvirkri hurð og er hitaður upp með blásara. Auðvelt væri að útbúa íbúð í bílskúr.
Lóð er frágengin. Bílastæði framan við húsið hellulagt og stór steypt stétt er milli húss og bílskúrs. Hitalögn frá úthurð að gönguhurð á bílskúr.
Flestir gluggar í húsinu hafa verið endurnýjaðir og útihurðir eru nýlegar. Þá er nýlegt járn á þaki.
Húsið ber með sér að hafa notið góðs viðhalds.
Húsið er skemmtilega staðsett niður við sjó og frá því er skemmtilegt útsýni til kirkjufells og út á Breiðafjörð.