266 fm. steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr byggt árið 1985.
Íbúð á neðri hæð hússins sem skráð er 129 fm. skiptist í forstofu, samliggjandi hol og stofu, eldhús, borðstofu, eitt svefnherbergi, baðherbergi og
þvottahús. Innangegnt í bílskúr sem skráður er 45 fm.
Flísar eru á forstofu og baðherbergi en parket eru á öðrum gólfum. Ágætar innréttingar eru í íbúðinni og eru innréttingar á baðherbergi nýlegar.
Gengið er upp á efri hæð úr forstofu og skiptist hún í rúmgott hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Flísar eru á baðherbergi en parket á holi og herbergjum. Efri hæðin er undir súð og er skráð 92 fm. en gólfflötur er stærri.
Sólpallur er út af stofu. Lóð er frágengin og er steypt bílastæði og stétt framan við húsið.
Skemmtilegt útsýni er frá húsinu.
Allir gluggar í húsinu aðrir en þakgluggar voru endurnýjaðir á árunum 2021 og 2023 og skipt var um járn á þaki og þakglugga sem eru þrír árið 2011.
Mögulega mætti útbúa tvær íbúðir í húsinu.