1.285,3 fm. frystigeymsla byggð árið 2007.
Húsið skiptist í 998,9 fm. frysti, 155,8 fm. móttöku með tveimur innkeyrsluhurðum, loftræsta lyftarageymslu og starfsmannaaðstöðu. Starfsmannaaðstaðan er á tveimur hæðum. Á neðri hæð er skrifstofa, salerni og skjalgeymsla og á efri hæð er fundarherbergi og rými fyrir kælibúnað.
Í frysti eru fjögur kælibúnt og rafmagnsinntak er 400A.
Húsið er í góðu ástandi. Nýr pappi er á þaki og nýjar áfellur á öllum plötusamskeytum, gluggum, hurðum og sökklum.
Húsið er staðsett á hafnarbakkanum í Grundarfirði.
Lóð hússins 3.516 fm. og er hægt að stækka frysti um helming.